fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Tveir félagar dæmdir fyrir hrottaskap í Reykjanesbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. september 2023 09:40

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru þann 24. ágúst sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárásir.

Annar maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 2. júlí 2022 ráðist á mann á gangstétt í Reykjanesbæ og slegið hann með hægri hendi í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut brot á nefbeini og skurð á nefi, sem og skurð á milli augabrúna. Einnig bólgur, eymsli og höfuðverk.

Báðir mennirnir voru ákærðir fyrir líkamsárás á dansgólfi skemmtistaðar í Reykjanesbæ. Annars þeirra sló mann í andlitið með þeim afleiðingum að sá féll í gólfið og missti meðvitund.

Sá fyrrnefndi var einnig sakaður um árás á dansgólfinu er hann ýtti með rassi sínum í mann þar og sló viðkomandi í kjöflarið í andlitið, svo sá missti jafnvægið og hrasaði.

Hrósað fyrir dugnað

Mennirnir játuðu báðir sök fyrir dómi samkvæmt ákæru og lýstu yfir iðrun. Þeir lögðu jafnframt fram vottorð frá vinnuveitendum sínum fyrir dómi þar sem borið er lof á þá fyrir dugnað og góða framkomu í starfi.

Annar maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 620 þúsund króna í miskabætur. Hinn maðurinn var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega hálfrar milljónar í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga