fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Aziz ekki séð börnin sín í fjögur ár – Grátbiður íslensk stjórnvöld um að gefa út handtökuskipun á barnsmóðurina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 16:30

Samsett mynd DV. Aðsend mynd af Aziz og blaðaúrklippa frá handboltaferli hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. ágúst síðastliðinn kvað hæstiréttur í Póllandi upp úrskurð þess efnis að tvö  börn Abdelaziz Mihoubi skuli flutt til Íslands. Úrskurðir sama efnis hafa fallið á lægri dómstigum í Póllandi á undanförnum misserum.

Abdelaziz Mihoubi er íslenskur ríkisborgari sem kom hingað til lands á síðasta áratug síðustu aldar. Þá var hann landsliðsmaður Alsír í handbolta en hér á landi gerði hann garðinn frægan með Val, lék með meistaraflokki og þjálfaði yngri flokka.

Abdelaziz – eða Aziz, eins og hann kallar sig – kynntist pólskri konu á Íslandi. Bjuggu þau saman í um 12 ár og eru raunar enn löglega hjón. Aziz og pólska konan eignuðust tvö börn sem eru langt undir lögaldri í dag, og raunar langt undir 10 ára aldri. Aziz og konan ákváðu að skilja að skiptum. Skömmu eftir að þau hættu saman tók konan börnin með sér fyrirvaralaust til Póllands án þess að ræða við Aziz.

Þann 8. desember árið 2020 úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Varsjá að konan skyldi fara með börnin aftur til Íslands. Felldi hann úr gildi úrskurð héraðsdóms þar í landi sem úrskurðaði móðurinni í vil. Hafði hún 14 daga til að fara eftir úrskurðinum en hún er enn í Póllandi með börnin.

Allar götur síðan hefur Aziz barist fyrir því að fá börnin til sín aftur en án árangurs, þó að hann virðist hafa lögin sín megin. Hæstiréttur í Póllandi hefur nú fyrirskipað með skýrum hætti að börnin skuli flutt til Íslands.

Aziz biðlar til íslenskra stjórnvalda um að fylgja málinu eftir með  því að gefa út evrópska handtökutilskipun á barnsmóður hans svo afhenda megi honum börnin. „Börnunum mínum var rænt og þeim hefur verið haldið með ólöglegum hætti í Póllandi. Ég þarf hjálp íslenskra yfirvalda í málinu,“ segir Aziz í samtali við DV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu