fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Albert gefur út yfirlýsingu – „Ég er saklaus“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 09:36

Albert er að eiga frábært tímabil með Genoa, þó aðeins hafi hægst á markaskorun undanfarið. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður og leikmaður Genoa á Ítalíu, hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Þetta kemur fram á vef RÚV og Vísis.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í samtali við DV í gær að sambandið hefði fengið ábendingu um að búið væri að kæra landsliðsmann í knattspyrnu fyrir kynferðisbrot.

DV sagði frá því að um væri að ræða Albert, en brotið á að hafa átt sér stað á Íslandi í sumar.

Það kom fram í ítölskum miðlum í gær að Albert hafi neitað sök við stjórnarmenn Genoa. Yfirlýsing Alberts í dag er svohljóðandi:

„Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar.“

Samkvæmt reglum KSÍ má ekki velja leikmann í landsliðsverkefni á meðan mál sem þetta er á borði lögreglu.

Albert snéri aftur í íslenska landsliðið í sumar þegar Age Hareide tók við þjálfun liðsins en Albert hafði ekki verið í hópnum í heilt ár.

Albert er 26 ára gamall en hann var í byrjunarliði Genoa í leik í efstu deild á Ítalíu um liðna helgi. Albert hefur á ferli sínum leikið í Hollandi og nú á Ítalíu í átján mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald