fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Ráðist á mann sem hefur staðið fyrir mörgum Kóranbrennum

Pressan
Mánudaginn 21. ágúst 2023 15:03

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðist var fyrr í dag á Salwan Momika sem vakið hefur þjóðarathygli í Svíþjóð að undanförnu fyrir að brenna í þó nokkur skipti eintök af Kóraninum, heilagasta riti íslam. Momika er frá Írak og hefur sem stendur stöðu flóttamanns í Svíþjóð, hann segist vilja að Kóraninn verði bannaður í landinu.

Ráðist var á Momika í borginni Södertälje, suður af Stokkhólmi. Árásarmaðurinn var klæddur í boxhanska og á myndböndum sem náðust af atvikinu og dreift var á samfélagsmiðlum má heyra árásarmanninn ávarpa og örgra Momika á arabísku og slá síðan og sparka í hann.

Momika varðist í fyrstu höggum mannsins með því að lyfta handleggjunum en náði að krækja sér í skilti af götunni og á myndböndunum má sjá hann sveifla skiltinu í átt að árásarmanninum sem á endanum flúði af vettvangi.

Árásin var tilkynnt til lögreglu en enginn hefur verið handtekinn grunaður um hana. Lögreglan hefur ekki staðfest að Momika hafi verið þolandi árásarinnar en segir málið vera í rannsókn.

Það var SVT sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi