fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Fékk ekki að kaupa pítsusneið út af stífri reglugerð

Ellefu ára gömul stúlka fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu þar sem hún var ekki í mataráskrift – fór til skólastjórans og bað um undantekningu, en var neitað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefu ára stúlku var neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla þar sem hún er ekki í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í dag. Stúlkan var ekki í mataráskrift, og engu skipti þó að stúlkan hefði boðist til að borga fyrir sneiðina, engin pítsa var í boði.

Móðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotin og sendir hana alla jafna með nesti í skólann að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Hún vildi þó gera á því undantekningu og leyfa henni að taka þátt í hátíðahöldunum á öskudag þar sem pítsur voru á boðstólum í tilefni dagsins.

Stúlkan fór því með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu.

Stúlkan lét þó ekki deigan síga og ákvað að fara og spyrja skólastjórann, Sigurlaugu Hrund Svavarsdóttur, hvort ekki væri hægt að gera undantekningu bara þennan dag og leyfa henni að kaupa sneiðina, en fékk aftur neitun.

Sigurlaug Hrund staðfesti þetta í viðtali við Fréttablaðið og útskýrði að aðeins nemendur sem eru í mataráskrift borði mat frá mötuneytinu.

Allir nemendur í grunnskólum borgarinnar hafa aðgang að hádegismat í skólanum.

Enginn sveigjanleiki er í kerfinu þegar kemur að mataráskrift, sem kostar 355 krónur. Ekki er í boði að borga stakar máltíðir.

Í Fréttablaðinu segir móðir stúlkunnar að hún hafi ekki áttað sig á reglunum um áskrift, hún sagðist þó spyrja hvort ekki væri hægt að líta framhjá stífum reglum af góðvild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd