fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fókus

Eik selur í Sæviðarsundi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. ágúst 2023 18:00

Eik Gísladóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eik Gísla­dótt­ir graf­ísk­ur hönnuður og frí­stunda­mál­ari hefur sett raðhús sitt við Sæviðar­sund 62 á sölu. Mbl.is greinir frá.

Húsið er 232,5 fm, þar af bílskúr 20 fm,  byggt árið 1967. Eldhúsið er hannað af Rut Káradóttur innanhússarkitekt.

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi á neðri hæð. Á efri hæð er opið rými, tvö svefnherbergi og geymslur. Öðru svefnherberginu hefur verið breytt í hjónasvítu með svefnherbergi, baðherbergi og aðstöðu fyrir þvottavélar allt í einu rými. Úr stofu er gengið út í garð þar sem er stór og mikill pallur með heitum rafmagnspotti frá Sundance og sauna með kamínu fyrir eldivið. Hluti af garðinum er með miklum gróðri og búið er að setja fallega lýsingu. Bílskúrinn hefur verið minnkaður að hluta til að búa til auka herbergi inn í húsinu. Möguleiki er að breyta tilbaka ef áhugi er fyrir því. Hleðslustöð fyrir rafbíla er tengd og fylgir húsinu.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum