fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Kvartað yfir sóðalegu tali eldri manna í Breiðholtslaug – „Þetta hefur liðist þarna í mjög langan tíma“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. ágúst 2023 21:59

Breiðholtslaug

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefndir gamlir leigubílstjórar og atvinnurekendur eru sakaðir um klámfengið og niðrandi tal í Breiðholtslaug. Þetta kemur fram í umræðum í íbúahópi á Facebook. Málshefjandi segir:

„Ég og konan mín fórum í laugina um fjögur leytið í gær og okkur blöskraði munnsafnaður eldri manna sem voru í pottinum þeir töluðu niður til kvenna og dáðust af brjóstum þeirra. Skilst að þetta séu gamlir leigubílstjórar og atvinnurekendur þessir menn þurfa að hugsa sinn gang.“

Margir sem taka þátt í umræðunum kannast við þessa menningu sem virðist hafa myndast í Breiðholtslauginni. Ein kona segir:

„Þetta hefur liðist þarna í mjög langan tíma. Hef nokkrum sinnum látið þessa durga heyra það.“

Málshefjandi segir þá að kona ein hafi skammað  þessa „herramenn“ á meðan heimsókn hans og konu hans í laugina stóð.

Ekki kannast þó allir við þetta og ein kona segir:

„Við hjónin förum daglega í sund og höfum aðeins hitt háttvísa herra og dömur. Umræður snúast aðallega um það sem er efst á baugi í þjóðfélaginu.“

Samkvæmt því sem aðrir segja tíðka mennirnir, sem eru með vafasamt tal í heitapottinum, helst að hittast þar milli kl. 15 og 17 virka daga. Einn þátttakandi í umræðunum vill sýna mönnunum skilning og segir:

„Það eina sem hægt er að greina úr þessu er að „eldri menn“ (sem ætti ekki að skipta neinu máli) eru að hrósa líkamsbyggingu kvenna í sundi. Það hafa allir rétt á því að hafa skoðanir á því sem því ber fyrir sjónir, sérstaklega þar sem talað er jákvætt um viðkomandi. Allt annað sem kvartað er yfir í þessari grein er einstaklingsbundið og þyrfti að útskýra nánar, því atvinnugrein og aldur hefur ekkert með þetta mál að gera. Það sem einum finnst vera ljótur munnsöfnuður er eins og guðs orð hjá öðrum, við erum eins misjöfn og við erum mörg. Það sem ég les út úr þessu er að greinarhöfundur hefur meiri þörf fyrir að gagnrýna og dæma en að horfa á það jákvæða og góða“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa