Manchester United er að losa sig við tvo miðjumenn ef marka má blaðamanninn virta Fabrizio Romano.
Miðjumennirnir tveir eru þeir Fred og Donny van de Beek en sá fyrrnefndi hefur spilað fjölmarga leiki fyrir félagið.
Van de Beek stóðst þó aldrei væntingar á Old Trafford og er að semja við lið Real Sociedad á Spáni.
Fred er talinn vera á leið til Galatasaray fyrir um 15 milljónir punda sem er ansi gott verð fyrir öflugan leikmann.
Van de Beek kom til Man Utd fyrir þremur árum síðan frá Ajax en Fred hefur verið hjá félaginu frá 2018.