fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Pressan

Hún var virtur krabbameinslæknir – Talin hafa myrt ungt barn sitt og síðan tekið eigið líf

Pressan
Mánudaginn 7. ágúst 2023 16:29

Krystal Cascetta og Tim Talty. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur og virtur krabbameinslæknir, Dr. Krystal Cascetta, er talin hafa myrt ungt barn sitt og í kjölfarið ráðið sjálfri sér bana. Meðal fjölmiðla sem greina frá þessu er Metro.

Atvikið átti sér stað í Somers, smábæ ekki langt frá New York City. Krystal skaut barn sitt og sjálfa sig til bana, að sögn lögreglu. Atvikið átti sér stað á laugardag.

Nágrannar Krystal í Somers lýsa henni sem sem þögulli og vingjarnlegri manneskju. Hún bjó í bænum með sambýlismanni sínum, Tim Talty, en aldur og kyn barnsins hafa ekki verið gefin upp.

„Þau voru falleg ung fjölskylda en við vissum ekki að þau ættu barn,“ segir nágrannakona. Önnur segir: „Ég held á hafi aldrei á minni ævi heyrt nokkurn tíma nokkuð jafn sorglegt og þetta.“

Krystal starfaði sem krabbameinslæknir á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York City. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir að Mount Sinai samfélagið sé harmi slegið yfir andláti læknis og barns hennar. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar til fjölskyldunnar.

Krystal er sögð hafa verið þekkt fyrir leiðtogahæfni, umhyggjusemi og dugnað í störfum sínum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn