fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Allt þýfi var endurheimt úr næturráni í Skerjafirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. ágúst 2023 10:24

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá á föstudag að reynt hafi verið að brjótast inn á heimili í Litla-Skerjafirði í Reykjavík um fjöguleytið nóttina á undan. Innbrotsþjófarnir brutu húninn af svalahurð heimilisins en komu ekki inn í íbúðina heldur hlupu í burtu er þeir urðu varir við heimilisfólk sem vaknaði við atganginn.

Þeir stálu hins vegar gaskútnum af svölunum. Konan sem ræddi við DV þá hafði samband aftur um helgina og greindi frá því að gaskúturinn hefði endurheimst ásamt þýfi frá öðrum íbúum í nágrenninu. Þeir komust inn í fjölbýlishús í nágrenninu þar sem þeir brutust inn í geymslur og stálu eigum íbúa. Hins vegar fannst líklega megnið af því þýfi fyrir utan húsið, ásamt gaskútnum sem áður er um getið. Svo virðist sem þjófarnir hafi verið að safna þýfi er styggð kom að þeim og þeir flýðu vettvanginn. Íbúar endurheimtu mestallt eða allt þýfið.

„Löggan hafði ekki áhuga á að gera neitt,“ segir íbúi.

Mikið hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu í sumar, m.a. í Hlíðahverfi og víðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“