Roy Keane, goðsögn Manchester United, telur að það væri ekki óvitlaust fyrir fyrir Arsenal að semja við David Raya í sumar.
Raya er talinn vera á leið til Arsenal frá Brentford og mun þar keppa um að vera aðalmarkvörður liðsins við Aaron Ramsdale.
Ramsdale spilaði vel með Arsenal á síðustu leiktíð og stóð sig mjög vel í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær.
Arsenal vill mikið fá Raya í sínar raðir í þessum glugga en óvíst er hvort hann yrði númer eitt eða Ramsdale næsta vetur.
Keane telur að báðir markmenn myndu græða á samkeppninni en í dag er Arsenal ekki með varamarkmann sem mun fá að spila.
,,Stundum þá er mesta samkeppnin í búningsklefanum. Ramsdale átti mikilvæga vörslu gegn Foden og stóð sig vel í dag. Að vera með samkeppni í klefanum getur gert þig betri,“ sagði Keane.