fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Samfélagsskjöldurinn: Arsenal sigurvegari eftir vítaspyrnukeppni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City 1 – 1 Arsenal (2-5 eftir vítakeppni)
1-0 Cole Palmer(’77)
1-1 Leandro Trossard(’90+11)

Fyrsti keppnisleikur enskra úrvalsdeildarliða fór fram í dag en um er að ræða leikinn um Samfélagsskjöldinn.

Þar mætast Englandsmeistararnir Manchester City liði Arsenal sem vann FA bikarinn á síðustu leiktíð.

Það styttist í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik og er þetta fyrsti keppnisleikurinn í dágóðan tíma.

Um er að ræða tvö bestu lið Englands á síðustu leiktíð ef horft er á deildarkeppnina á síðustu leiktíð en Man City var í efsta sæti og Arsenal því öðru.

Dramatíkin var mikil á Wembley í dag í nokkuð spennandi leik en þeir bláklæddu komust yfir á 77. mínútu með marki frá Cole Palmer.

Allt stefndi í að Man City myndi fagna sigri en á lokasekúndunum og þá á 11. mínútu uppbótartímans jafnaði Leandro Trossard metin fyrir Arsenal.

Það tryggði bikarmeisturunum vítaspyrnukeppni þar sem þeir fögnuðu sigri en Kevin de Bruyne klikkaði fyrir Man City sem og Rodri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“
433Sport
Í gær

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“