fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Tilkynnt var um aðila með hugsanlegt skotvopn við Alþingishúsið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér nýja tilkynningu með frekari upplýsingum um verkefni síðastliðinnar nætur.

Allir fangaklefar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu voru fullir eftir nóttina og fangaklefar í Hafnarfirði voru því virkjaðir.

110 mál voru skráð frá klukkan 17:00 í gær til klukkan 10 í morgun í kerfi lögreglu.

Töluvert var af hefðbundnum helgarverkefnum svo sem partýhávaði, ölvuðum hjálpað á fætur, hraðakstur, akstur undir áhrifum fíkniefna o.fl.

Meðal annarra helstu verkefna voru að tilkynnt var um farsímaþjófnað úr starfsmannarými á veitingastað í miðborginni. Gerandi fannst seinna eftir ábendingu góðborgara. Hann var handtekinn og á lögreglustöð fannst einnig hnífur á aðilanum. Málið var klárað eftir hefðbundnu ferli.

Tilkynnt var um aðila með hugsanlegt skotvopn við Alþingishúsið. Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan fóru á staðinn og fundu aðilann. Reyndist hann vera með kveikjara sem var eftirlíking af skammbyssu. Aðilinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Fram kemur í tilkynningunni að hann glími við andleg veikindi.

Aðili var handtekinn og vistaður eftir líkamsáras og eignaspjöll í heimahúsi. Málið er í rannsókn.

Í Kópavogi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Smáralind en málið var afgreitt með vettvangsformi.

Í umdæmi lögreglustöðvar 4 sem sér um löggæslu í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi,  Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi var tilkynnt um vinnuslys þar sem aðili klemmdist á fótum eftir að lyftari rann til. Ekki er vitað um alvarleika áverka viðkomandi einstaklings.

Í öðru máli í umdæmi stöðvarinnar var aðili handtekinn og vistaður eftir líkamsáras í heimahúsi. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“