Breiðablik hefur heldur betur fengið styrk fyrir komandi átök hér heima og í Evrópukeppni.
Hinn 24 ára gamli Kristófer Ingi Kristinsson hefur skrifað undir samning við félagið og mun leika með Blikum út 2024.
Um er að ræða samningslausan leikmann sem var síðast á mála hjá VVV Venlo í Hollandi.
Kristófer hefur verið erlendis undanfarin sex ár og hefur spilað marga leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Ásamt því að leika fyurir Venlo hefur Kristófer spilað með Willem II, Grenoble, Jongm PSV og Sonderjyske.