Sofyan Amrabat var ekki valinn í hóp Fiorentina fyrir æfingaleik gegn Newcastle á morgun.
Þetta þykir gefa því byr undir báða vængi að hann sé á leið til Manchester United.
Miðjumaðurinn hefur verið sterklega orðaður við United í allt sumar en á dögunum var sagt frá áhuga Sáda, sem hafa sankað að sér stjörnum í sumar.
Sjálfur vill Amrabat þó fara til United.
Amrabat heillaði á síðustu leiktíð með Fiorentina og fór á kostum með Marokkó á HM, en liðið fór alla leið í undanúrslit.