fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Kona dæmd í tæplega tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. ágúst 2023 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend kona var í morgun, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmd í 22 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Konan var ákærð fyrir að hafa flutt inn til landsins tæplega 2,2 kíló af kókaíni sem hafði 75-79% styrkleika, með flugi frá Barcelona til Keflavíkur, þriðjudaginn 6. júní síðastliðinn. Efnin voru falin í fjórum pakkningum sem límdar voru við fætur konunnar.

Konan játaði brot sín, samkvæmt ákæru, skýlaust fyrir dómi. Samkvæmt sakavottorði hefur hún ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Einnig er henni virt til refsilækkunar að hún aðstoðaði lögreglu við að upplýsa málið, m.a. upplýsti hún um tengsl annarra við brotið. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða flutti
til landsins verulegt magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi,“ segir hins vegar í dómnum.

Til frádráttar 22 mánaða fangelsisvist kemur gæsluvarðhald konunnar frá 6. júní síðastliðnum.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Í gær

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur
Fréttir
Í gær

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Í gær

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu