fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Fiskikóngurinn ósáttur með aðkomuna – „Góða verslunarmannahelgi, ég verð í bænum að taka til“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. ágúst 2023 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristjáni Berg, fiskikónginum, er mikið niðri fyrir vegna viðskilnaðs seljanda við húseign sem hann keypti nýlega. Birtir hann myndir sem virðast sýna fullkominn skort á tiltekt og góðri umgengni fyrir afhendingu á húsnæði:

„Við erum búin að greiða en eignin er svona útlítandi eftir afhendingu, tek þetta reyndar ekki sem afhendingu þar sem húsnæðið hefur ekki verið formlega afhent mér, bara tekið úr lás!!

Seljandi er ekki að flýta sér að tæma, þrífa og skila af sér eigninni, eins og tíðkast í fasteignaviðskiptum.

Er bara alveg sama um minn rekstur og hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér.

Þvílíkur rasshaus.“

Hann er líka ósáttur við viðbrögð fasteignasölunnar sem annaðist söluna og sakar viðkomandi aðila um skort á kurteisi. Hann spyr hvert þjóðfélagið stefni:

„Hvert er þetta þjóðfélag að fara!!

Í gamla daga var handarband eitthvað sem enginn sveik. Traust, þétt og sterkt handarband var ígildi samings, og svoleiðis svíkur maður EKKI.

Í dag eru greinilega önnur gildi í gangi.

Tillitsleysi, sjálfselska, frekja og yfirgangur.“

Pistil Kristjáns og myndir af vettvangi má sjá með því að smella á tengilinn fyrir neðan, en í lokin segir hann:

„Góða verslunarmannahelgi, ég verð í bænum að taka til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Í gær

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 

Valkyrjurnar tóku Hildi og minnihlutann til bæna – „Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“