fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Maður sem er eftirlýstur fyrir lífshættulega líkamsárás býður upp á rútuferðir að Goðafossi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 10:25

Frá Goðafossi. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólskur maður á Akureyri sem rekur litla ferðaþjónustu á eigin kennitölu er eftirlýstur fyrir þátttöku í lífshættulegri líkamsárás í Póllandi. Tilkynning með nafni og mynd af manninum var gefin út af lögreglustjóranum í Gdansk árið 2019 og er ennþá í gildi.

Algengt er að mönnum sé vísað héðan úr landi á grundvelli evrópskra handtökuskipana og framsalsbeiðna. Nýleg dæmi frá því í sumar snúast um menn sem hafa hlotið dóma erlendis sem á eftir að fullnusta. Dæmi er um að handtökuskipanir séu gefnar út nokkrum árum eftir að brot hefur verið framið eða dómur fallið. DV er ókunnugt um hvort gefin hefur verið út handtökuskipun á þennan mann eða hvort pólsk yfirvöld hafa óskað eftir framsali hans.

Maðurinn er fertugur að aldri og hefur einu sinni verið dæmdur hér á landi. Árið 2009 hlaut hann 60 daga fangelsisdóm fyrir hótanir og þjófnað.

Í ferðaþjónustu sinni býður maðurinn upp á rútuferðir að Goðafossi. Starfsemi hans er beint að erlendum markaði og ekkert símanúmner fylgir auglýsingu. Maðurinn sjálfur hefur ótilgreint heimilisfang í þjóðskrá og er ekki í símaskrá. Ekki tókst að ná í hann við vinnslu fréttarinnar.

Lesandi sem hafði samband við DV segir að kvartað hafi verið undan manninum. „Hann hefur verið að veitast að starfsmönnum í nágrenni við komu skemmtiferðaskipanna sem og að fólki sem leggur í gjaldfrjáls almenningsstæði við Strandgötu 49 á Akureyri. Lögreglan hefur þegar þurft að hafa afskipti af honum en hefur að mér vitandi ekki gert neitt í málinu ennþá,“ segir í ábendingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla