Arsenal vann Monaco í gær og tryggði sér þar með Emirates-bikarinn.
Um er að ræða árlegan leik á heimavelli Arsenal en Emirates er aðalstyrktaraðili félagsins.
Í þetta sinn var Monaco andstæðingurinn og Arsenal vann eftir vítaspyrnukeppni. Leiknum sjálfum lauk 1-1. Youssouf Fofana kom Monaco yfir en Eddie Nketiah jafnaði fyrir Arsenal.
Leikmenn Arsenal virkuðu ekki allt of spenntir yfir bikarafhendingunni í leikslok og stökk þeim varla bros.
Þetta hefur vakið athygli en myndband má sjá hér að neðan.
Umræða skapaðist á samfélagsmiðlum. „Það er eins og þeir skammist sín fyrir að lyfta bikarnum,“ skrifaði einn.
„Hann hefði ekki lyft bikarnum ef hann hefði fengið að velja,“ skrifaði annar.
EMIRATES CUP CHAMPIONS. 🏆😉 #afc pic.twitter.com/qXwRN57GrT
— afcstuff (@afcstuff) August 2, 2023