Josko Gvardiol er nálægt því að ganga í raðir Manchester City. Fabrizio Romano segir frá.
Miðvörðurinn ungi er á mála hjá RB Leipzig en hefur verið orðaður við City í allt sumar.
Nú virðist loks ætla að verða af því að Króatinn gangi í raðir þreföldu meistaranna.
City og Leipzig eru að ganga frá smáatriðum áður en skiptin verða opinberuð.
Gvardiol mun kosta 90 milljónir evra og verða dýrasti miðvörður sögunnar.
Hann mun að öllum líkindum gangast undir læknisskoðun á föstudag.
Manchester City and Leipzig are ironing out final details of agreement for Joško Gvardiol deal — to be signed by end of the week 🚨🔵🇭🇷 #MCFC
Player to have medical on Friday, if all goes to plan.
Deal in place for €90m fee, Gvardiol set to become the most expensive CB ever. pic.twitter.com/DWO1s0QLD7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 2, 2023