Manchester United er óvænt að skoða það að semja við varnarmanninn Jarrad Branthwaite sem spilar með Everton.
Branthwaite er 21 árs gamall og spilar í miðverði en hann er hávaxinn eða um 195 sentímetrar á hæð.
Frá 2020 hefur Englendingurinn aðeins spilað 10 deildarleiki fyrir Everton og var í láni hjá PSV á síðustu leiktíð.
PSV spilar í Hollandi sem stjóri Man Utd, Erik ten Hag, þekkir vel en hann var áður hjá Ajax.
Daily Mail segir að Man Utd sé á eftir þessum stóra og stæðilega leikmanni sem yrði væntanlega varamaður á komandi leiktíð.