fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Biskupsmálið verður bara furðulegra – Framkoma Agnesar kemur Drífu í opna skjöldu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim fjölgar sem lýsa því yfir að biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, sitji umboðslaus í embætti. Samkvæmt reglum um biskupskjör er kjörtími hennar liðinn og efna hefði átt til biskupskjörs á þessu ári. En hún situr í  krafti 28 mánaða ráðningarsamnings sem undirmaður hennar, framkvæmdastjóri Biskupsstofu, gerði við hana í fyrra.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sagði í viðtali við Vísir.is í gær að ekki hefði verið lagaheimild fyrir framlengingu ráðningar Agnesar. „Þessi framganga kirkjuyfirvalda vekur upp hugsanir um það hvort að stofnanir þjóðfélagsins séu hættar að fara eftir lögum. Mér finnst þetta þungt áhyggjuefni,“ sagði Jón.

Í viðtali við Morgunblaðið í dag upplýsir Drífa Hjartardóttir, forseti Kirkjuþings, um furðulega staðreynd. Drífa framlengdi skipunartíma biskups um eitt ár í fyrra í krafti nýrra reglna um biskupskjör. Samkvæmt eldri reglum rann skipunartími Agnesar úr árið 2022. En í krafti nýrra reglna um sex ára skipunartíma framlengdi Drífa skipunina um eitt ár. Á þeim tíma hafði Agnes þegar gert fyrrnefndan samning við undirmann sinn.

Í frétt Morgunblaðsins segir: „Sam­kvæmt fram­an­sögðu virðist engu lík­ara en að sr. Agnes sjálf hafi tekið sér sjálf­dæmi um starfs­lok sín, enda kem­ur fram í svari kjör­stjórn­ar við bréfi for­sæt­is­nefnd­ar að það sé ekki í valdi kjör­stjórn­ar að ákveða fram­leng­ingu á þjón­ustu­tíma bisk­ups eft­ir að fram­leng­ing starfs­tíma hans til 1. júlí sl. var ákveðin, en „af bréfi for­sæt­is­nefnd­ar dags. 28. fe­brú­ar sl. má ráða að nefnd­in fall­ist á með bisk­upi að umboð hans/þ​jón­ustu­tími fram­leng­ist um eitt ár, þ.e. til 1. júlí 2024“, seg­ir þar.“

Síðan spyr Mogginn Drífu hvort Agnes hefði sótt fast við hana að starfstíminn yrði framlengdur á ný. Drífa svarar:

„Nei, hún vildi ekk­ert ræða þetta meira við mig. For­sæt­is­nefnd kirkjuþings fór til henn­ar í haust fyr­ir kirkjuþingið og við sögðum henni að við mynd­um ekki gera neitt í þess­um mál­um henn­ar og ekki hafa neitt frum­kvæði í því. Hún samþykkti það. Síðan kom það mér al­veg í opna skjöldu að á sama tíma og ég var að hjálpa henni í fyrra að fram­lengja skip­un­ar­tíma henn­ar um eitt ár, þá er þessi ráðning­ar­samn­ing­ur gerður og hún læt­ur mig ekki vita af því. Það finnst mér mjög ein­kenni­legt, því þetta var á sama tíma og ég var að gera þetta fyr­ir hana.“

Sjá einnig: Biskupsmálið vekur furðu – Situr Agnes ólöglega í embætti? – Kjörstjórn taldi sér ekki fært að framlengja þjónustutíma hennar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“