Jordan Henderson er þessa stundina að skrifa undir samning við sádi-arabíska félagið Al Ettifaq.
Það er félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem segir frá þessu.
Skiptin hafa legið í loftinu en Henderson er auðvitað fyrirliði Liverpool.
Hann hækkar laun sín úr 200 þúsund pundum á viku í 700 þúsund pund með skiptunum til Sádí og fetar í fótspor fjölda stjarna sem hefur haldið í deildina þar í landi í sumar.
Henderson hefur spilað hátt í 500 leiki á 12 árum hjá Liverpool.
Al Ettifaq æfir nú í Króatíu og er Henderson þar að skrifa undir.
Jordan Henderson, new Al Ettifaq player as contracts are being signed right now.
Henderson is in Croatia @ Al Ettifaq’s camp to complete his move on three year deal.
It’s the end of an era at #LFC after 492 apps, 39 goals, 74 assists, 8 trophies.
Official soon 🟢🇸🇦 pic.twitter.com/vMrMnd1FJs
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 26, 2023