Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, vill fá það hlutverk í vetur að taka vítaspyrnur liðsins.
Það hefur ekki verið verkefni Vinicius undanfarin ár en hann er nú einn af aðalmönnum liðsins í sókninni.
Þetta hlutverk hefur verið í eigu Sergio Ramos, Cristiano Ronaldo og Karim Benzema sem eru allir farnir frá félaginu.
Benzema var sá síðasti til að kveðja Real en hann hefur haldið til Sádí Arabíu þar sem Ronaldo spilar einnig.
Marca á Spáni segir að Vinicius heimti þá ábyrgð að fá að taka vítaspyrnur Real en hann hefur skorað 45 mörk undanfarin tvö tímabil.