Það er útlit fyrir að miðjumaðurinn Conor Gallagher sé á förum frá Chelsea í sumar. Nokkur félög eru áhugasöm.
Gallagher, sem er 23 ára gamall, er uppalinn hjá Chelsea en hefur einnig leikið með Crystal Palace, WBA og Swansea á láni.
Nú er miðjumaðurinn hins vegar líklega endanlega á förum.
Samkvæmt Evening Standard hafa bæði Tottenham og West Ham mikinn áhuga á Gallagher.
Sem stendur er West Ham líklegri áfangastaðurinn af þessum tveimur, en félagið seldi Declan Rice nýlega til Arsenal fyrir 105 milljónir punda.