Manchester United kynnti í dag til leiks nýja varabúninga fyrir næstu leiktíð.
Um er að ræða afar áhugaverðar treyjur og fá þær, eins og gefur að skilja, misjafna dóma.
United undirbýr sig fyrir komandi tímabil með æfingaferð í Bandaríkjunum þessa dagana og mun liðið frumsýna nýju búningana er liðið mætir Wrexham í æfingaleik vestan hafs aðfaranótt miðvikudags.
United er á leið inn í sitt annað tímabil undir stjórn Erik ten Hag. Liðið náði fínum árangri á fyrsta tímabili hans og endurheimti Meistaradeildarsæti.
Nýjar varatreyjur má sjá hér að neðan.
Manchester United’s new away kit is here 🟢 pic.twitter.com/VaWpTvT3ZS
— B/R Football (@brfootball) July 24, 2023