Goðsögnin David Silva er víst að kveðja boltann 37 ára gamall og er að leggja skóna á hilluna.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano en fáir ef einhverjir í bransanum eru með betri heimildarmenn en hann.
Silva er 37 ára gamall en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester City en er í dag hjá Real Sociedad.
Meiðsli settu strik í rekning Silva hjá Sociedad síðasta vetur en þó spilaði hann 28 deildarleiki.
Spánverjinn er að íhuga það sterklega að kalla þetta gott en hann hefur undanfarin þrjú tímabil leikið með Sociedad.
Silva lék með Man City frá 2010 til 2020 og á að baki 125 landsleiki fyrir Spán.