Nökkvi Þeyr Þórisson hefur skrifað undir samning við lið St. Louis sem spilar í bandarísku MLS-deildinni.
Frá þessu greinir St. Louis í kvöld en Nökkvi skrifar undir samning sem gildir til ársins 2025 með möguleika á eins árs framlengingu.
Nökkvi er fæddur árið 1999 en hann hélt úr í atvinnumennsku á síðasta ári og samdi þá við Beerschot í Belgíu.
Þar stóð vængmaðurinn sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili og skoraði sjö mörk í 28 deildarleikjum.
Nökkvi lék sinn fyrsta íslenska landsleik fyrr á þessu ári og fær nú að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum.
Kaupin eru klár en Nökkvi á aðeins eftir að fá atvinnuleyfi í landinu.