fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Druslugangan fer fram á laugardaginn

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 16:15

Druslugangan 2018 Ljósmynd: DV/Bjartmar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipuleggjendur Druslugöngunnar árið 2023 hafa sent frá sér tilkynnningu þess efnis að gangan í ár muni fara fram næstkomandi laugardag, 22. júlí, klukkan 13:00 á Sauðárkróki og klukkan 14:00 í Reykjavík. Um er að ræða kröfugöngu og samstöðufund í kjölfarið.

Í tilkynningunni segir:

„Þann 22. júlí næstkomandi (á laugardegi) verður Druslugangan haldin hátíðleg á nýjan leik.

Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14:00, niður Skólavörðustíg og Bankastræti og lýkur göngunni við Austurvöll með samstöðufundi, ræðuhöldum og lifandi tónlist.

Á sama degi verður Druslugangan haldin í annað sinn á Sauðárkróki, þar sem lagt verður af stað frá Árskóla klukkan 13:00.

Druslugangan er jafnréttisganga sem gengin hefur verið á hverju ári síðan 2011 (að COVID undanskildu).

Með því að koma saman, öskra og ganga sýnum við samstöðu okkar með þolendum kynferðisofbeldis í verki og skilum skömminni sem hefði aldrei átt að vera okkar.

Fólk af öllum kynjum, á öllum aldri og úr öllum áttum kemur saman einu sinni á ári til þess að taka afstöðu gegn ofbeldi og neita að samþykkja kynferðisofbeldi og kerfislægt misrétti sem ásættanlegan hluta samfélagsins.

Í ár er áherslan- rót vandans – við göngum enn vegna þess að þrátt fyrir tvær #metoo byltingar og öfluga jafnréttisbaráttu síðustu ára fer jafnréttisvitund ungs fólks dalandi, gerendameðvirkni grasserar og drusluskömmun er rótgróið samfélagsmein. Höldum umræðunni á lofti og mótmælum kynbundnu ofbeldi með því að fjölmenna á Druslugönguna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“