Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því finnska í vináttuleik í Laugardalnum í kvöld.
Íslenska liðið var mun öflugra framan af en finnska liðið tók við sér þegar leið á og tókst að skora með marki Eveliina Summaren af löngu færi á 27. mínútu.
Stelpurnar okkar voru þrátt fyrir þetta töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að nýta fjölda færa sinna.
Íslenska liðið kom ekki nægilega vel inn í seinni hálfleik og Finnar sáttir með stöðuna. Gestirnir tvöfölduðu forskot sitt með marki Jutta Rantala á 66. mínútu.
Ísland svaraði hins vegar um hæl og skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir eftir frábæra aukaspyrnu Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Nær komst liðið hins vegar ekki og loktölur 1-2 fyrir gestina.