Forráðamenn PSG vilja losna við Neymar í sumar og nú gæti verið komið kaupandi að þessum hæfileikaríka knattspyrnumanni.
Þannig segja fjölmiðlar í Frakklandi frá því að Chelsea sé að skoða það að kaupa kauða í sumar. Eigendur Chelsea vilja fá stórstjörnu til félagsins.
Todd Boehly eigandi Chelsea vildi kaupa Cristiano Ronaldo síðasta sumar en Thomas Tuchel þá stjóri liðsins tók það ekki í mál.
Mauricio Pochettino er stjóri Chelsea en hann stýrði Neymar hjá PSG og þekkir því hvernig er að vinna með kappanum.
Neymar var talsvert meiddur á síðustu leiktíð en kom samt að 35 mörkum með PSG, hann hefur ekki spilað síðan í febrúar.
Neymar er með samning við PSG í tvö ár í viðbót en hann kom til félagsins frá Barcelona sumarið 2017.