Lionel Messi er byrjaður að koma sér fyrir í Miami en hann og fjölskylda hans komu í borgina í vikunni og verður Messi kynntur sem leikmaður Inter Miami um helgina.
Messi og fjölskylda hafa í mörg ár átt glæsilega íbúð í borginni sem er afar vinsæl og eftirsótt hjá ríku og frægu fólki.
🛒 Messi, Miami’deki evi için erzak alışverişinde. pic.twitter.com/UDCtVCwZFy
— Sports Digitale (@SportsDigitale) July 14, 2023
Messi gerir tveggja og hálfs árs samning við Inter Miami og er mikil eftirvænting fyrir komu hans í borgina.
Messi er byrjaður að koma sér fyrir og sást fara í matvöruverslun í gær þar sem hann verslaði inn helstu nauðsynjar.
Það vakti nokkra athygli á meðal fólksins í búðinni Publix að Messi væri mættur sjálfur að versla í matinn.
Þessi magnaði knattspyrnumaður hefur átt ótrúlegan feril en toppnum var náð undir lok síðasta árs þegar Argentína varð Heimsmeistari.