Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports segir að Jordan Henderson þurfi að þola þá gagnrýni sem muni koma verði af félagaskiptum hans til Sádí Arabíu.
Henderson fær 700 þúsund pund á viku fari hann til Al-Ettifaq sem er sirka fjórum sinnum hærra en hann þénaði hjá Liverpool.
Henderson hefur fengið lof fyrir að ræða um málefni LGBTQ+ fólks og standa með þeim í þeirra baráttu fyrir mannréttindum.
„Það er erfitt að hafa þessum peningum og þess vegna gerir það enginn, frábær leikmaður og þjónn hjá Liverpool,“ sagði Carragher.
Hann segir að gagnrýnin muni koma fram á Henderson og hún er byrjuð að koma.
„Hann verður gagnrýndur því hann hefur fengið mikið lof fyrir sína skoðun á LGBTQ+ í fortíðinni. Hann er ekki leikmaður á hátindi ferilsins.“
„Það er hins vegar stór yfirlýsing fyrir Sádí Arabíu að fá fyrirliða Liverpool.“