Fred miðjumaður Manchester United er eftirsóttur biti í sumar en Erik ten Hag vill selja hann og það virðist mikil eftirspurn eftir honum.
Galatasaray hefur lagt fram tilboð sem Manchester United hefur nú þegar hafnað.
Fabrizio Romano segir frá því að Fulham og fleiri lið í Englandi séu að vinna í því að kaupa Fred.
Lið frá Sádí Arabíu hafa einnig áhuga á að versla miðjumanninn frá Brasilíu sem hefur átt misjöfnu gengi að fagna hjá United.
Koma Mason Mount til United hefur aukið samkeppni hjá liðinu og það gæti bitnað á spilatíma Fred.
EXCL: Galatasaray have approached Manchester United to sign Fred! 🟡🔴
Opening proposal already submitted — rejected by Man United, transfer fee was below expectations.
🇧🇷 Fred will leave United this summer as Saudi clubs, Fulham and more PL clubs are already working on it. pic.twitter.com/7rxNwiw6pZ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2023