fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Carly var 14 ára og yfir sig sig ástfangin – „Hún verður eins og pakki af hráu kjöti þegar ég verð búinn að ljúka mér af“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carly Ryan bjó ásamt móður sinni, Sonyu í Stirling, litlum bæ í suðurhluta Ástralíu. Faðir Carly var ekki inni í myndinni og var því samband mæðgnanna afar náið og voru þær bestu vinkonur. 

En það sem Sonya vissi ekki var að hið rólega líf mæðgnanna átti eftir að umturnast. Og það á skelfilegan hátt. 

Þegar að Carly var 14 ára, árið 2006,  byrjaði hún að spjalla við sætan strák á netinu, Brandon Kane að nafni. Hann sagðist vera 17 ára og búa í bænum Victoria, sem er í fimm tíma akstursfjarlægð frá heimabæ Carlyl Sagðist hann búa þar ásamt föður sínum, Shane. 

Brandon og Carly kom prýðilega saman, enda höfðu þau sömu áhugamál og drauma um framtíðina, sérstaklega um að ná langt í tónlist.

Carly sem barn.

Meinlaus unglingur?

Þar sem mæðgurnar væru nánar sagði Carly Sonyu móður sinni allt um hrifningu sína á Brandon. Að hann léti hana líða fallegri, hæfileikaríkari og dásamlegri en hún hefði nokkurn tíma upplifað áður. Hann væri sá eini rétti, draumaprinsinn. 

Í byrjun var Sonya ekki yfir sig hrifin þar sem henni fannst aldursmunurinn of mikill. Carly var jú bara 14 ára en hún ákvað að leyfa dóttur sinni að halda spjallinu áfram, Brandon væri jú meinlaus unglingur sem veitti dóttur hennar gleði.

Næsta eitt og hálft ár eyddi Carli öllum sínum frítíma í að tala við Brandon. En smám saman breyttust samskiptin. Brandon fór að baknaga bæði fjölskyldu og vini Carly og hótaði henni að hætta að tala við hana ef hún lokaði ekki á samskipti þau. Og reyndar alla aðra. Aðra stundina neitaði hann að tala við hana en þess á milli drekkti hann henni í ástarjátningum. 

Carly bauð Brandon itrekað að heimsækja sig en hann hafði alltaf afsökun á reiðum höndum af hverju hann gæti ekki komið. Það er að segja þar til hún bauð honum í 15 ára afmælið sitt. 

Sonya og Carly voru afar nánar.

Hinn kurteisi faðir

Sonya fékk simtal frá föður Brandon, Shane. Hann var afar kurteis, sagði það ánægju að heyra loksins í móður kærasta sonar síns, og sagði vilja svo vel til að hann yrði einmitt í Stirling vegna vinnu helgina sem Carly ætti afmæli. Bauðst hann til að keyra Brandon í veisluna. Varð Carly yfir sig hamingjusöm að heyra að loksins myndi hún hitta kærastann. 

Föstudagskvöldið 26. janúar, 2007 hljóp Carly til dyra þegar að dyrabjallan hringdi og bjóst við að taka á móti Brandon. En þess í stað stóð Shane, með stóran pakka, í dyrunum. 

Shane sagði Carly að Brandon hefði því miður ekki getað komist en beðið föður sinn um að koma gjöfinni áleiðis. Carly fór með pakkann upp í herbergi sitt og reyndist vera í honum afar efnislítil blúndunærföt auk hjúkrunarkonubúnings, sem almennt eru seldir í verslunum með kynlífstengdar vörur. Carly faldi gjafirnar vandlega fyrir móður sinni. 

Sonya bauð Shane inn og kynnti hann sig fyrr vinum Carly sem pabbi kærasta hennar. Hann virtist indælismaður og bauð Sonya því honum að sofa í gestaherberginu. Hún átti að sjá eftir því.

Carly

Með stúlkubörn í rúminu

Um morgunn kom Sonya að Shane sofandi í rúmi Carly með nokkrum af 14 og 15 ára vinkonum hennar. Henni snarbrá og skipaði Shane að koma sér út undir eins. Shane varð stórmóðgaður yfir skipan Sonyu og rauk bölvandi á dyr. Eftir að hann fór játaði Carly fyrir móður sinni að Shane hefði káfað á henni um nóttina. 

Sonya sendi Shane tölvupóst og sagðist kæra hann til lögreglu ef að hann kæmi nokkurn tíma nálægt dóttur hennar aftur. Shane sagði Carly aftur á móti ljúga, hótaði að kæra Sonyu fyrir meiðyrði og kallaði hana tík. 

Þann 19. febrúar 2007 fóru mæðgurnar saman í verslunarferð og splæstu á sig handsnyrtingu. Þegar að innkaupum og handsnyrtingu var lokið, um klukkan 16, sagði Carly móður sinni að hún ætlaði til vinkonu sinnar og gista þar. Kysstust þær bless en Sonya átti aldrei eftir að sjá dóttur sína á lífi aftur. 

Carly

Líkið í ánni

Morguninn eftir fannst lík af stúlku fljótandi í á, um 80 kílómetra fra heimili Sonyu og Carly. Sonya var þá þegar orðin afar hrædd þar sem Carly hafði aldrei skilað sér heim og sagði vinkonan að þær hefðu ekki skipulagt gistiipartý. Sonya marghringdi í Carly sem svaraði aldrei. 

Um leið og Sonya frétti að aldrei hefði verið um gistingu að ræða hafði hún samband við lögreglu sem var fljót að átta sig á að sennilegast væri látna stúlkna í ánni Carly. Sonya var kölluð til að bera kennsl á líkið og þekkti strax skærbleika naglalakkið sem þær höfðu báðar fengið í handsnyrtingunni innan við sólarhring áður. 

Krufning leiddi í ljós að Carly hafði hlotið 19 áverka. Hún hafði verið barinn, sandi troðið niður háls hennar en formleg dánarorsök var drukknun. 

Í eftirlitsmyndavélum sást Carly ganga í átt að ströndinni með tveimur mönnum klukkan 19, daginn sem hún fór að versla með móður sinni. Vitni sögðu mennina hafa ekið í burtu í ljósbláum bíl um tveimur tímum síðar – en án Carly. 

Eina sönnunargagnið sem fannst var fingur af latex hanska sem fannst á ströndinni. 

Sonya sagði lögreglumönnunum frá netkærastanum Brandon, káfi Shane föður hans, nóttina sem hann fékk að gista og sýndi þeim tölvupóstinn þar sem hann hafði hótað henni. 

48 ára barnaníðingur

Yfirvöld skoðuðu upplýsingar um símanotkun Carly og í ljós kom að númer Brandon var í raun símanúmer 48 ára gamals fráskilins þriggja barna föður, Garry Francis Newman. Bjó Garry með17 ára syni sínum en nafn hans hefur aldrei verið gefið upp vegna ungs aldurs hans. 

Brandon Kane var ekki til. Hann var uppdiktað ungmenni sem Garry Newman, dæmdur barnaníðingur hafði búið til en Garry sérhæfði sig í að ná til barna á netinu. 

Carly hafði sem sagt verið að tala við 48 ára gamlan barnaníðing, ekki Brandon sem hún féll fyrir. Hafði hann eytt 18 mánuðum í að veiða hana í net sitt. 

En Carly var ekki eina fórnarlamb Garry. Þegar að lögregla réðist til inngöngu á heimili hans, 11 dögum eftir morðið á Carly sat hann við tölvu og var að tala við aðra 14 ára stúlku. Og að sjálfsögðu undir nafninu Brandon Kane.

Við nánari leit í húsi Garry fundust yfir 200 síður sem innihéldu fjölda falsaðra nafna og netfanga. Myndavél Cary fannst einnig en Garry hafði stolið henni.

Garry í lögreglufylgd við réttarhöldin.

Eins og pakki af hráu kjöti

Í ljós kom að Garry hafði orðið sturlaður af reiði þegar að Carly hafnaði kynferðislegum tilburðum hans á 15 ára afmælisdeginum. Sagði hann syni sínum að hann ætlaði að refsa henni og myndi hún líta út eins eins og pakki af hráu kjöti þegar hann væri búinn að ljúka sér af. 

Garry sendi Carly því næst skilaboð sem Brandon og bað hana um að hitta sig en ekki sega móður sinni það. Því næst bað hann son sinn um að leika hlutverk Brandon. 

Garry var ákærður fyrir morðið á Carly en kenndi aftur á móti syni sínum um allt. Sagði hann son sinn hafa í raun búið til Brandon Kane og verið sá er talaði við Carly. Sonurinn var handtekinn en harðneitaði sögu föður síns. Honum var boðið frelsi fyrir að vitna gegn föður sínum og í réttarsal sagðist sonur Garry oft hafa orðið vitni að samskiptum föður síns og Carly. Hann sagðist einnig hafa séð föður sinn hrifsa myndavélina a Carly, eftir að hún var lokkuð niður á strönd, og ráðist á hana þegar hún reyndi að flýja. Sonurinn viðurkenndi að hafa hjálpað föður sínum við að reyna að sökkva líkinu en neitaði alfarið að hafa tekið þátt í morðinu. 

Garry var dæmdur til lífstíðarfangelsis.

Sonya hóf baráttu fyrir öryggi barna á netinu.

Bárátta Sonyu

Eftir réttarhöldin steig fyrrverandi eiginkona Garry, Christine, fram og sagði hann hafa misþyrmt henni andlega, líkamlega og kynferðislega öll þeirra hjónabandsár. Hefði hann meira að segja komið áfengi ofan í unga dóttur þeirra og reynt að nauðga henni. Sagði Christine það aðeins hafa verið tímaspursmál hvenær hann fremdi morð. 

Eftir fráfall Carly helgaði Sonya Ryan lífi sínu til verndar börnum, sérstaklega gegn níðingum á netinu. Árið 2010 stofnaði hún sjóð í nafni Carly sem sérhæfir sig í að kenna foreldrum og börnum um þær hættur sem leynast á netinu. Og árið 2017 beitti hún sér fyrir lagasetningu, einnig nefndri eftir Carly, en samkvæmt henni er unnt að lögsækja þá sem gefa börnum upp rangan aldur á netinu. 

Carly Ryan var ljúfur táningur með hjarta úr gulli sem lést allt of ung á skelfilegan hátt. En andlát hennar var ekki til einskis þar sem ötult starf Sonyu móður hennar hefur hugsanlega bjargað óteljandi mannslífum og mun vafalaust halda áfram að gera það á komandi árum.

Nýleg mynd af Sonyu sem enn vinnur ötult að öryggi barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Í gær

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig