fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Felldu tillögu um hærri laun í vinnuskólanum – „Slík launafrysting er sem blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks Reykjavíkurborgar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 16:30

Kjartan Magnússon - Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð hefur fellt tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tímalaun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði hækkuð. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en hún hljóðaði þannig að tímalaunin yrðu uppfærð milli ára í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands og myndu því hækka um 9%. Hækkunin yrði fjármögnuð af lið 09205, ófyrirséð, í gildandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar.

„Ég flutti tillöguna fyrst á síðasta fundi borgarstjórnar fyrir sumarleyfi, 20. júní en þá hafnaði meirihlutinn því að hún yrði tekin á dagskrá. Ég flutti tillöguna því að nýju á fundi borgarráðs 22. júní og kaus meirihlutinn þá að fresta afgreiðslu hennar. Tillagan var loks afgreidd í dag eftir ítrekaða frestun og þá felldi meirihlutinn hana,“ segir Kjartan.

Blaut tuska í andlit yngsta starfsfólksins

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir vonbrigðum sínum í neðangreindri bókun í Borgarráði.

,,Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kjósi að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um að laun 13-16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði leiðrétt. Tillagan fól í sér að tímalaun unglinganna hækkuðu um 9% á milli ára eða í samræmi við launavísitölu. Slík launafrysting er sem blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks Reykjavíkurborgar, sem sinnir mikilvægum verkefnum á sviði hreinsunar, fegrunar og viðhalds í borginni.“

Kjartan bendir á að um þrjú þúsund unglingar séu skráðir til vinnu í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar og að vinnuframlag þeirra sé mjög mikilvægt og vegi þungt í umhirðu viðkomandi sveitarfélaga. Það á ekki síst við um hverfi Reykjavíkur þar sem víða er þörf á að auka umhirðu.

Öll sveitarfélög hafi hækkað vinnuskólalaun verulega milli ára en ungmenni í Reykjavíki sitji eftir með langlægstu launin.

„Svo virðist sem meirihluti borgarstjórnar telji sig þannig hafa fundið breiðu bökin, sem eiga að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna,“ segir Kjartan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu