fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Minningarstund í Egilsstaðakirkju vegna flugslyssins

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júlí 2023 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minningarstund verður haldin í Egilsstaðakirkju klukkan 18.00 þriðjudagskvöld vegna þeirra sem létust í flugslysi á Austurlandi í gær. Neyðarboð barst frá flugvélinni á sjötta tímanum í gær og fannst vélin tæpum tveimur klukkustundum síðar. Þrjú voru í vélinni og voru þau úrskurðuð látin á staðnum. Þyrla Gæslunnar flutti hin látnu til Egilsstaða.

Sjá einnig: Þrír látnir eftir flugslys á Austurlandi

Slysið varð við Sauðahlíðar, suður af Skriðdal og vestur af Öxi og er rannsókn slyssins í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa og lögreglunnar á Austurlandi. 

Lögregla veitir litlar upplýsingar um tildrög slyssins.

Samráðshópur almannavarna um áfallahjálp bendir á að hægt er að leita til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, kirkjunnar, hjálparsíma Rauða krossins og Félagsþjónustunnar í Múlaþingi og Fjarðarbyggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns