fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Fréttir

Björgunarskip sækir hraðfiskibát undan Vestmannaeyjum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun óskaði strandveiðibátur eftir aðstoð vegna vélarbilunar en hann var á veiðum undan Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þórs í Vestmannaeyjum, var ræst út og hélt Þór úr höfn rétt fyrir níu í morgun. Björgunarskipið Þór er annað af nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem afhent hafa verið, en það þriðja verður afhent í haust. Þór var kominn að bátnum tæpum klukkutíma síðar og áhöfnin hófst handa við að koma taug á milli sem gekk vel og var báturinn kominn í tog og haldið áleiðis til hafnar í Vestmannaeyjum.

Um tólfleytið var Þór kominn með bátinn inn á höfn í Vestmannaeyjum,  þar sem hann var settur á síðuna á Þór, til að auðvelt væri að koma honum að bryggju.

Um fimm tímum eftir útkall var strandveiðibáturinn kominn að bryggju og búið að ganga frá Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir