fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Sakfelldur fyrir vopnað rán í lyfjaverslun – Heimtaði Oxycontin lyf en öryggisvörður skarst í leikinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. júlí 2023 12:50

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðjudaginn 27. júní var maður á fertugsaldri sakfellur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis afbrot, þau alvarlegustu voru vopnuð rán.

Í janúar á þessu ári fór maðurinn inn í lyfjaversun í Reykjavík og veittist þar með hótunum að starfsmönnum. Heimtaði hann Oxycontin lyf og lýsti því yfir að hann hyggðist sækja vopn og ræna verslunina. Í kjölfarið yfirgaf maðurinn verslunina en sneri skömmu síðar þangað aftur vopnaður hnífi og krafði starfsmennina um Oxycontin lyf. Þeir köstuðu lyfjum til hans yfir afgreiðsluborðið en öryggisvörður stöðvaði manninn á leiðinni út og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir ýmis þjófnaðarbrot en einnig vopnað rán í verslun þann 26. apríl síðastliðinn. Þá ógnaði hann starfsfólki í verslun með hnífi og skipaði þeim að afhenda sér sígarettur.

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir vopnalagabrot, aðallega fyrir að hafa undir höndum hnífa og garðyrkjuklippur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og var dæmdur í átta mánaða fangelsi. Frá því dregst gæsluvarðhald mannsins en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 7. maí.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla