fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Adam vildi svör og lýsir samtali við Arnar – „Adam, hvað á ég að gera?“

433
Sunnudaginn 2. júlí 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan er á dagskrá alla föstudaga hér á 433 og í Sjónvarpi Símans. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals.

Adam hefur verið frábær fyrir Val á þessari leiktíð en hann kom frá Víkingi R. fyrir tímabilið. Þar fékk hann ekki traustið og var spurður út í það.

„Víkingur er ekki beint með lélega leikmenn. Ég náði aldrei að spila 2-3 leiki í röð og koma mér í gang sem er kannski skiljanlegt hjá svona stóru liði,“ sagði Adam í þættinum.

„Sjálfstraust skiptir svo miklu máli í fótbolta. Ég var alltaf að reyna að vinna eitthvað upp eða að bæta mig fyrir þjálfarana, einhvern annan en sjálfan mig. Núna tek ég aukaæfingar til að bæta sjálfan mig.

Ég spurði Arnar Gunnlaugs tímabilið 2021 að því hvað ég ætti að gera til að komast í liðið. Hann svaraði bara: „Adam, hvað á ég að gera? Við erum að vinna hvern einasta leik.“ Ég skildi hann vel en auðvitað langaði mig að spila.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Í gær

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
Hide picture