fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Færri kindur fórnarlömb bíla á Austurlandi

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 17:00

Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Austurlandi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hafi síðustu ár í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands vakið athygli á hættu sem sauðfé og til að mynda, fuglum og hreindýrum stafi af ökutækjum. Dýr sæki af ýmsum ástæðum í vegi og vegaxlir. Ágæta yfirferð þess megi finna á vef Náttúrustofu Austurlands.

Segir í færslunni að helstu tölur lögreglu sem kunni að gefa vísbendingar um stöðu þessara mála séu tilkynningar sem henni berast um að ekið hafi verið á búfé. Á tímabilinu 1. apríl til dagsins í dag árin 2019 til 2023 séu að meðaltali skráð sextán slík tilvik hjá embættinu. Árið 2019 og 2020 hafi þau verið yfir tuttugu talsins bæði árin, á umræddu tímabili, en séu tíu á þessu ári.

Telur Lögreglan á Austurlandi að þetta bendi til að ökumenn séu að verða varkárari en áður og ber þá von í brjósti að sú þróun haldi áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi
Fréttir
Í gær

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri
Fréttir
Í gær

Liðskonur Pussy Riot tjá sig um brottreknu tvíburana og ógnarstjórn Pútíns

Liðskonur Pussy Riot tjá sig um brottreknu tvíburana og ógnarstjórn Pútíns
Fréttir
Í gær

Aldís hefur verið beitt grófu stafrænu ofbeldi í 10 mánuði – „Ég vil bara fá líf mitt til baka. Mig langar bara að elda kvöldmat fyrir börnin mín “

Aldís hefur verið beitt grófu stafrænu ofbeldi í 10 mánuði – „Ég vil bara fá líf mitt til baka. Mig langar bara að elda kvöldmat fyrir börnin mín “