fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Færri kindur fórnarlömb bíla á Austurlandi

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 17:00

Mynd: Eyþór Árnason. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Austurlandi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hafi síðustu ár í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands vakið athygli á hættu sem sauðfé og til að mynda, fuglum og hreindýrum stafi af ökutækjum. Dýr sæki af ýmsum ástæðum í vegi og vegaxlir. Ágæta yfirferð þess megi finna á vef Náttúrustofu Austurlands.

Segir í færslunni að helstu tölur lögreglu sem kunni að gefa vísbendingar um stöðu þessara mála séu tilkynningar sem henni berast um að ekið hafi verið á búfé. Á tímabilinu 1. apríl til dagsins í dag árin 2019 til 2023 séu að meðaltali skráð sextán slík tilvik hjá embættinu. Árið 2019 og 2020 hafi þau verið yfir tuttugu talsins bæði árin, á umræddu tímabili, en séu tíu á þessu ári.

Telur Lögreglan á Austurlandi að þetta bendi til að ökumenn séu að verða varkárari en áður og ber þá von í brjósti að sú þróun haldi áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað