Bílalest Wagner málaliða þokast nú í átt að höfuðborg Rússlands, Moskvu, en Reuters greinir frá því að lestin sá komin rúmlega hálfa leiðina frá borginni Rostov á Don til höfuðborgarinnar.
Áður hafði hópurinn tekið yfir borgina Rostov á Don, að sögn Prigozhins án nokkurrar mótspyrnu, en um er að ræða beina uppreisn málaliðanna gegn eigin yfirvöldum en leiðtogi þeirra Yevgeny Prigozhin hefur heitið því að ráða bugá meintri óstjórn í hernaðarmálum landsins. Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, hefur skiljanlega ekki tekið þessu útspili fyrrum bandamanns síns fagnandi. Segir forsetinn að um landráð sé að ræða og hefur heitið gagnsókn.
Putin wants to kill Prigozhin and is even ready to grant amnesty to all Wagner PMC fighters who liquidate mercenary head – Russian Media, citing sources close to the General Staff of the Armed Forces of the Russian Federation
Source: Source: Vazhnye Istorii/Telegram pic.twitter.com/yv2Mrzw8TC
— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) June 24, 2023
Reuters greinir frá því að herþyrlur á vegum rússneska hersins séu nú að herja á Wagner-hópinn á leið þeirra til höfuðborgarinnar.
Prigozhin er sakaður um að hvetja til vopnaðar uppreisnar gegn stjórnvöldum og er eftirlýstur fyrir það brot sitt. Hefur forsetinn skorað á hann og menn hans að leggja niður vopn og gefa sig fram við lögreglu. Prigozhin afþakkaði það boð og er hann sagður hvetja rússneskan almenning til borgarastyrjaldar.
Þessar sögulegu sviptingar hófust skömmu fyrir miðnætti í gær þegar greint var frá því að málaliðarnir, sem hafa verið á fremstu víglínum í Úkraínu frá því að innrásin hófst, hafi snúið sókn sinni við, marserað út úr Úkraínu og inn í Rússlands.
Sérfræðingar telja ólíklegt að uppreisnin nái markmiðum sínum, en hún sýni þó hversu veikt vald Pútíns í landi sínu er orðið.
Uggur hefur gripið um sig meðal Rússa og hefur þjóðernishópurinn „Klúbbur reiðra föðurlandsvina“ heitið því að bregðast við uppreisninni þar sem borgarastyrjöld gæti leitt til neyðarlegs ósigurs Rússa í Úkraínu. Í yfirlýsingu hópsins er fullyrt að staðan í Rússlandi sé á barmi þess að verða hörmung.
Wagner mercenary chief says Ukraine war based on lies:#Wagner #Russia #Moscow #Prigozhin #Titanic #Putin #Titan #WagnerGroup pic.twitter.com/IGUSA0557e
— Ak Cheema (@AkCheema777) June 24, 2023
Yfirvöld í Úkraínu telja þó ljóst að ekki verði hægt að hindra borgarastyrjöld, enda væri uppreisnin afleiðing af gagnsókn Úkraínu sem hafi kippt stöðunum undan valdastéttinni í Rússlandi og kastað olíu á eld þeirra sundrungar sem ríki meðal Rússa út af slæmu gengi hers þeirra í Úkraínu.
„Við erum í dag að verða vitni að upphafi borgarastyrjaldar,“ sagði Mykhailo Podolyak, aðstoðarmaður úkraínska forsetans.
Áhugavert er að gaumgæfa fréttir rússneskra miðla af stöðunni en miðillinn Tass.ru kallar þetta tilraun til uppreisnar og greinir frá því að rússneska varnarmálaráðuneytið segi að ástandið sé fyrirsláttur til að Úkraína geti hafið gagnsókn. Forsetinn og kommúnistaflokkurinn hafi kallað eftir samstöðu þjóðarinnar, og að almenningur sé tilbúinn að verja föðurland sitt framar öllu.
Rússneskir miðlar greina frá því að vélbyssum hafi verið komið fyrir við borgarmörk Moskvu og þar sé verið að grafa skotgrafir. Þær sögusagnir ganga nú að æðstu embættismenn Rússa séu að koma sér í skjól, þar með talið forsetinn og forsætisráðherrann. Ríkisstjórnin hefur þó þverneitað því og segir Pútín að störfum í húsnæði ríkisstjórnarinnar, eða Kremlin, eins og hún kallast þarna úti.
Kadyrov heading to Rostov to fight Wagner PMC. Wagner releasing prisoners in Rostov to get them join their ranks. Putin fleeing to St. Petersburg. So many things happening in Russia, I think I need more popcorn. Good that it all started before weekend, we have all time to watch! pic.twitter.com/KbTYkSyj4n
— Red Fellina 🇨🇿🇺🇦 (@MIRKARr7) June 24, 2023
Þá að máli málanna – Hver er þessi Prigozhin?
Prigozhin hefur átt í deilum við rússneska varnarmálaráðuneytið mánuðum saman, en hann kennir æðstu mönnum þar innanhúss um slæmt gengi í stríðinu við Úkraínu.
Prigozhin er 62 ára gamall og hefur áður verið sakfelldur fyrir vopnað rán og líkamsárás. Það brot átti sér stað árið 1981 og hlaut hann 12 ára fangelsisdóm fyrir. Þegar hann hafði afplánað dóm sinn byrjaði hann að selja pylsur, en það varð upphafið af veglegu viðskiptaveldi þar sem hann rak fjölda verslana og veitingastaða. Í gegnum þessi störf sín kynntist hann Pútín, sem þá var varaborgarstjóri. Sá vinskapur leiddi til þess að veitingarekstur Prigozhins naut góðs af veglegum opinberum styrkjum og fékk Prigozhin þá viðurnefnið „Kokkur Pútíns“.
The Russian Army enters the city of Smolensk. #Russia #Putin #Wagner #WagnerCoup #WagnerGroup pic.twitter.com/yAXN64cQ55
— Paul Golding (@GoldingBF) June 24, 2023
Samhliða þessu stofnaði hann málaliðahópinn Wagner, sem gjarnan var sendur út í verkefni sem rússnesk yfirvöld voru ekki tilbúin að viðurkenna opinberlega að hafa staðið fyrir. Hópurinn vakti fyrst athygli heimsins þegar Donbas-stríði var háð í Úkraínu, en þá aðstoðuðu Wagner liðar aðskilnaðarsinna í Úkraínu við að lýsa yfir sjálfsstjórn í héröðunum Donetsk og Luhansk.
Eins er talið að hópurinn hafi verið sendur í átök á Sýrlandi, Afríku og víðar til að berjast þar fyrir hagsmunum Rússa. Hafa málaliðarnir verið sakaður um stríðsglæpi á borð við nauðganir, rán og pyntingar.
Wagner hópurinn hefur spilað stórt hlutverk í yfirstandandi átökum í Úkraínu og með liðsinni rússneskra yfirvalda tókst hópnum að styrkja sig til muna, svo sem þegar föngum í Rússlandi var gefið leyfi til að afplána refsingu sína með því að ganga til liðs við Wagner.
Kokkur Pútíns neitaði þó framan af að vera á bak við málaliðahópinn. Það breyttist þó í september þegar hann gekkst stoltur við því að stofnað hóp sem væri tilbúinn að vernda hagsmuni Rússlands.
Undanfarið hefur Prigozhin þó verið harðorður í garð föðurlandsins. Sakaði hann leiðtoga rússneska hersins um að bregðast Wagner-liðum með því að láta þeim ekki í té nægileg skotfæri og fyrir að hunsa erfiðleika málaliða. Prigozhin hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og vakti það furðu að forseti Rússlands, Pútín, hafi ekki svarað honum. Ekki fyrr en nú í morgun eftir að uppreisn var hafin. Sérfræðingar telja að þar hafi Pútín skotið sig í fótinn með því að bregðast of seint við, og nú hafi ímynd hans beðið óbætanlega hnekki.
Prigozhin var árið 2018 meðal 13 Rússa sem voru ákærðir fyrir að hafa afskipti af forsetakosningunum í bandaríkjunum með því að dreifa áróðri, upplýsingaóreiðu og fölskum fréttum. Prigozhin neitaði árum saman sök, en gekkst svo við því nú í febrúar að hafa stofnað um rekið Internet Reasearch Agency, sem er rússneskt fyrirtæki sem er talið hafa rekið áróðursherferðir í netheimum, meðal annars í tengslum við kosningar í Bandaríkjunum.
Prigozhin hefur einnig rekið spilavíti, verið í byggingariðnaði, markaðsrannsóknum og alþjóðlegum viðskiptum svo dæmi séu tekin. Sem ungur maður var hann efnilegur á skíðum en lagði skíðin á hilluna fyrir smáglæpi, en hann var um tvítugt þegar hann var sakfelldur fyrir rán og árás. Eins og áður segir var hann dæmdur í 12 ára fangelsi, þurfti þó aðeins að afplána 9 og ákvað að snúa sér að hvítflibbaglæpum í kjölfarið, sem svo má komast að orði. Tókst honum að vinna sig úr því að vera með lítinn stand á götum úti þar sem hann seldi pylsur ásamt foreldrum sínum, yfir í að verða einn ríkasti maður Rússlands, með áskrift af fríðindum frá sjálfum forsetanum, og nú ætlar hann að treysta á að ítök hans séu slík að hann geti talað rússneskan almenning á sitt band gegn sitjandi valdhöfum.
Heimurinn fylgist með þróun mála í dag, en líklega er um stærstu vendingar í stríði Rússlands við Úkraínu að ræða síðan innrásin sjálf átti sér stað snemma á síðasta ári.
Insurgent Russian forces are already crossing Lipetsk Oblast.
I believe that the insurgent forces will reach Moscow at some time tomorrow. I simply do not believe that Putin has any substantial support in the army or the population any more.#Lipetsk #Russia #Coup pic.twitter.com/GMtoJfHgXA
— (((Tendar))) (@Tendar) June 24, 2023