fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Viltu taka að þér munaðarlausa kisu?

Hafa margar gengið í gegnum alvarleg veikindi og vanrækslu

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýrahjálp Íslands mun halda fyrsta ættleiðingardaginn í langan tíma á Valentínusardaginn á milli klukkan 12 og 15 í sal gæludýr.is á Korputorgi og gefst fólki þar kostur á að taka að sér ketti sem margir hafa lent í miklum hremmingum í gegnum ævina.

„Mikið verður um kisur á þessum viðburði þar sem Dýrahjálp Íslands tók að sér gríðarlegt magn af illa leiknum kisum úr söfnunaráráttu tilfelli þar sem um fimmtíu köttum var bjargað úr skemmu,“ segir í tilkynningu frá Dýrahjálp en það var Matvælastofnun sem lagði hald á kettina. „Margar kisurnar úr því tilfelli hafa nú náð sér eftir alvarleg veikindi og eru tilbúnar að sýna sig og sjá aðra í von um að eignast framtíðar heimili með fólki sem getur séð um þær og elskað,“ segir einnig í tilkynningunni.

Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá Matvælastofnun að af köttunum fimmtíu sem Matvælastofnun lagði hald á verði tólf til fjórtán á ættleiðingardeginum. „Þrettán kettir hafa þegar fundið framtíðarheimili fyrir tilstilli Dýrahjálpar, auk fjögurra kettlinga. Enn á eftir að ljúka bólusetningu á fáeinum köttum sem ekki verða til úthlutunar í þessari umferð. Fólk getur mætt og skoðað dýrin en það fer ekki með dýrin heim eftir viðburðinn. Starfsmenn Dýrahjálpar veita nánari upplýsingar um ættleiðingarferlið.“

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem stefnir að því að stofna dýraathvarf. Þangað til dýraathvarf verður sett á laggirnar er félagið með net fósturheimila sem taka dýr í fóstur til skamms tíma þangað til að framtíðarheimili finnst. Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað fjölda dýra í heimilisleit, eða alls 2241 hunda, 2515 ketti, 218 kanínur, 39 hamstra, 100 fugla, 9 mýs, 109 naggrísi, 1 hest, 9 fiska og 13 önnur dýr.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim kisum sem finna má á ættleiðingardeginum.

Vök er 5 mánaða innikisa. „Ég er búin að vera á fósturheimili frá því ég var 8 vikna því þá var mér bjargað af góðu fólki upp úr vök. Ég er innikisa og vil bara fá að vera áfram inni að leika með spotta og elta bolta um allt. Ég elska mat, uppáhaldið mitt er rækjur, rjóma-ís, grillaður humar á spjóti og ostur,“ segir á facebooksíðu Dýrahjálpar.

„Branda er eineigð pæja og hinn mesti snyrtipinni. Á myndinni er hún að monta sig yfir músinni sinni sem henni finnst svo gaman að þrífa.“

„Snúður er ljúfur og búttaður grallari með hvíta blesu og ofboðslega fallega bröndóttan feld. Hann á vinkonu sem heitir Snælda sem er svo feimin að hún treystir sér ekki að koma og sýna sig en þau leita helst að heimili saman. Snælda er með skekkju í grindinni en Snúður er góður vinur og hjálpar henni þegar henni gengur illa að komast eitthvert. Þau eru 3 ára systkini sem finnst gaman að leika sér og kela.“

Þessi fékk nafnið Moli hjá fósturfjölskyldu. „Myndin er af honum þegar hann kom til okkar en hann var mjög ungur og með svæsna sýkingu í augunum. Tvísýnt var í langan tíma hvort hann þyrfti að missa annað augað vegna sýkingar. Nú er hann að verða 5 mánaða og búinn að ná sér heilsufarslega en er enn hræddur og lítill í sér. Hann ætlar að koma og hitta fólk á ættleiðingardaginn en ef hann verður hræddur verður hann bara í stutta stund.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“