Þetta sagði hann á föstudaginn þegar hann ávarpaði ráðstefnu um efnahagsmál í St Pétursborg.
Hann sagði að kjarnorkuvopn séu framleidd til að tryggja öryggi landsins í breiðum skilningi og til að tryggja tilvist Rússlands. „En við höfum enga þannig þörf (fyrir að nota þau, innsk. blaðamanns),“ sagði hann að sögn Reuters.
Varðandi ítrekaðar fréttir af ósigrum rússneska hersins á vígvellinum sló Pútín því fast að Úkraínumenn eigi „enga“ möguleika gegn rússneska hernum og spáði því að stuðningur Vesturlanda við Úkraínu muni fjara út og að hætt verði að senda vopn til landsins.