fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Setti einleikur utanríkisráðherra okkur í stórkostlega hættu?

Eyjan
Sunnudaginn 18. júní 2023 14:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmdarverk gætu verið framin á sæstrengnum, sem er lífæð okkar Íslendinga, eða orkuverum og tölvukerfum hér á landi.

Pútín gæti ákveðið að hefna sín á okkur íslendingum vegna þeirrar ákvörðunar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, að loka sendiráði Íslands í Moskvu og reka meirihluta starfsliðs sendiráðs Rússa hér á landi heim, skrifar Ólafur Arnarson í dagfarapistli á Hringbraut.

Dagfari bendir á að Rússar hafi í gegnum tíðina verið mikilvæg bandalagsþjóð okkar í viðskiptum. Þeir hafi keypt mikið af fiskafurðum sem ekki hafi átt greiðan aðgang að öðrum mörkuðum g þyki það vafalaust kaldar kveðjur að dvergríkið Ísland gengi fram fyrir skjöldu í gagnrýni á voðaverk þeirra í Úkraínu sem þeir raunar neita að kannast við.

Dagfari bendir á að ekkert annað ríki hafi stigið það skref sem utanríkisráðherra hafi stigið með því að loka sendiráðinu í Moskvu. Þá segir hann allt benda til þess að ákvörðunina hafi utanríkisráðherra tekið án nokkurs samráð við nokkurn aðila innan eða utan ríkisstjórnar. Hann veltir því upp að ef þetta hefði verið kynnt í ríkisstjórn hefðu ráðherrar VG, sósíalistarnir, jafnvel beitt neitunarvaldi til að styggja ekki vini sína í austri.

Dagfari bendir á að þrátt fyrir aðild okkar að NATO hafi bandalagið engan varnarviðbúnað hér á landi og gæti ekki komið í veg fyrir skemmdarverk á viðkvæmum innviðum. Ákvörðun utanríkisráðherra kunni því að vera feigðarflag eitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn