Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa orðið manni aðfaranótt 17. júní. RÚV greinir fyrst frá en Grímur Grímsson, staðfesti málið í samtali við fréttastofuna.
Í fréttatilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hinn látni sé karlmaður á fimmtugsaldri og að hann hafi fundist í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í nótt.
Tilkynning hafi borist lögreglu um málið á sjötta tímanum í morgun og þá hafi lið þegar haldið á vettvang. Þá fannst maðurinn meðvitundarlaus utandyra. Reynt var að endurlífga hann en þær tilraunir báru ekki árangur.
Tveir menn hafi í kjölfarið verið handteknir á vettvangi. Annar í húsi við vettvenginn en hinn hafi verið staddur þar nærri.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt veitta frekar upplýsingar að svo stöddu.Lögreglan mun senda frá sér frekari upplýsingar um málið eftir því sem rannsókn þess vindur fram.