fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Kynni á stefnumótasíðu leiddu til pöntunar á leigumorði

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. júní 2023 18:45

Melody Sasser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Tennessee í Bandaríkjunum handtóku nýlega Melody Sasser, en hún er talin hafa ráðið leigumorðingja til að drepa eiginkonu manns sem Sasser kynntist á stefnumótasíðu.

Samkvæmt upplýsingum PEOPLE mun Sasser hafa heimsótt vefsíðuna Online Killers Market þann 11. janúar síðastliðinn, en vefsíðan gefur sig út fyrir að bjóða upp á þjónustu leigumorðingja. Undir notendanafninu cattree setti Sasser inn beiðni upp á 10 þúsund dollara, eða rúmar 1,4 milljón íslenskra króna um að myrða eiginkonu manns sem Sasser hafði kynnst á stefnumótasíðunni Match.com.

„Það verður að líta út sem tilfallandi atvik eða slys. Eða komið eiturlyfjum fyrir, þetta má ekki leiða til ítarlegrar rannsóknar. Hún flutti nýlega inn með nýja eiginmanninum,“ segir í beiðninni. 

Samkvæmt upplýsingum PEOPLE mun lögreglan hafa fengið ábendingu um beiðnina og látið væntanlegt fórnarlamb vita af henni. 

Í yfirheyrslu hjá lögreglu greindi eiginmaðurinn frá því að hann hefði nýlega kynnst Sasser á Match.com. Hann sagðist hafa sagt henni að hann væri giftur, og viðbrögð Sasser voru: „Ég vona að þið fallið bæði fram af kletti og drepist.“ Maðurinn greindi einnig frá því að hún hefði mætt óboðin að heimili þeirra. Eiginkonan sagði að á sama tímabili hefðu verið framin skemmdarverk á bifreið hennar og henni hefðu einnig borist hótanir, símtöl sem ekki var hægt að rekja. 

Yfirvöld telja að Sasser hafi fylgst með hjónunum og hvar þau væru á hverjum tíma í gegnum heilsuapp á Garminúrum þeirra.

Samkvæmt ákæru mun Sasser hafa ítrekað beiðni sína í mars og kvartað yfir hversu langan tíma það tæki að drepa eiginkonuna.

„Ég er búin að bíða í tvo mánuði og 11 daga og verkinu er ekki lokið, þarf að koma því í hendur annars aðila? Mun þetta klárast? Hvað er að tefja?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað