fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Pressan

Missti sjónina eftir að hafa gert mistök sem margir gera þegar þeir fara í háttinn

Pressan
Laugardaginn 10. júní 2023 22:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dag einn vaknaði 39 ára maður að nafni Groeschen og fann fyrir pirringi í augunum. Hann taldi að um ofnæmi væri að ræða. En eftir því sem leið á daginn versnaði ástandið og hann neyddist til að leita til læknis á endanum.

Hann fór á Cincinnati Eye Institute og eftir skoðun þar fékk hann slæmar fréttir. Hann var með bakteríu sem nefnist Pseudomonas. Ástæðan fyrir að hann fékk bakteríuna var að hann hafði ekki tekið augnlinsurnar sínar úr áður en hann fór að sofa. Það gerði bakteríunni kleift að fjölga sér undir linsunum.

Hann fékk sýklalyf sem hjálpaði honum að losna við bakteríurnar. En því miður var skaðinn skeður, sár var komið á hornhimnuna og þau sár sem bakteríurnar skildu eftir sig gerðu að verkum að hann missti sjónina á öðru auganu.

Eina leiðin fyrir hann til að fá sjónina á nýjan leik var hornhimnuígræðsla að sögn Bored Daddy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“