fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Athyglisvert myndband úr Kópavogi vekur upp áleitnar spurningar um endurvinnslu og flokkun á sorpi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. júní 2023 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar nokkur Gunnarsson birti í dag athyglisvert myndband á TikTok sem segja má að veki upp spurningar.

Í myndbandinu má sjá hvar öskubíll er að tæma ruslatunnur, nema hvað að bæði svarta tunnan og þær bláu eru tæmdar í sama bíl, en eins og flestir vita er bláa tunnan fyrir pappír, eða fyrir bæði pappír og plast.

Heiðar spyr í myndbandinu:

„Afhverju erum við að nota svona margar tunnur ef þessu er síðan bara öllu svo sturtað bara í sama dunkinn?“

Miðillinn hun.is vakti athygli á myndbandinu en þar kemur fram að það sé tekið upp í Kópavogi, en bærinn hefur nýlega hert reglur í flokkunarmálum og er sem stendur að verið að bæta við flokkunartunnum við heimili í Kópavogi og er íbúum ætlað að flokka ruslið sitt í  plast, pappír, lífrænan úrgang og svo almennt sorp.

Innleiðing á nýja kerfinu hófst 22. maí og mun því ljúka í júlí, en breytingarnar byggja á lögum um meðhöndlum úrgangs sem samþykkt voru á Alþingi í júlí árið 2021 og gera það skylt að safna við öll heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, pappír og pappa.

Samkvæmt eldra kerfinu átti að flokka í orkutunnu annars vegar og svo endurvinnslutunnu sem er sú bláa

Íslenska gámafélagið sér um að hirða sorp frá heimilum í Kópavogi.

Ekki er þetta í fyrsta sinn sem endurvinnslukerfi hér á landi er gagnrýnt, en Stundin, nú Heimildin, hafði ítarlega fjallað um hvernig stór hluti plasts sem landsmenn telja sig hafa endurunnið hafi endað hafi hreinlega endað í vöruhúsum eða verið brennt.

 

@heidargunn♬ original sound – Heiðar Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“