fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Notaði mismunandi áhöld í líkamsárásum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 15:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á ótilgreindum aldri var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þrjár líkamsárásir.

Fyrsta árásin átti sér stað fyrir tveimur árum, þann 10. júní 2021, utandyra á lóð hjá húsi í Reykjavík. Sló hinn ákærði þar mann í höfuðið með kústskafti úr áli, sparkaði síðan og kýldi brotaþola í höfuð og maga. Hlaut brotaþolinn mar, skrámu og bólgu af árásinni.

Næsta brot átti sér stað í september árið 2021, á bílastæði í Reykjavík. Sló hinn ákærði þá mann í höfuðið með kylfu svo maðurinn hlaut af lófastóra kúlu aftan á hnakka.

Þriðja árásin átti sér stað í ágúst árið 2022, utandyra við hringtorg á Víkurvegi við Vesturlandsveg í Reykjavík. Barði hann þá mann með krepptum hnef í andlit svo sauma þurfti manninn níu spor í vörina.

Hinn ákærði játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, þ.e. áður en að þessum þremur alvarlegu brotum kom. Manninum er einnig virt til refsilækkunar ungur aldur en aldur hans er ekki gefinn upp í dómnum.

Niðurstaðan var sú að ákvörðun refsingar yfir unga manninum er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum ef hann heldur skilorð. Hann þarf hins vegar að greiða málskostnað upp á rúmlega 230 þúsund krónur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“